Aurskriður
Kaupa Í körfu
Aurskriður og brúarskemmdir GÍFURLEG rigning var á Austurlandi á þriðjudaginn. Margar aurskriður féllu á veginn við Reyðarfjörð og vatnavextir í Norðfjarðará grófu undan brúnni á veginum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Brúin var ónothæf í um það bil sólarhring vegna þessa. ( Aðaltjónið í úrhellinu sem gekk yfir Austfirði aðfaranótt miðvikudags felst í skemmdum á brúnni yfir Norðfjarðará, á veginum milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Brúin er stórskemmd og jafnvel talin ónýt og þá fór símastrengur og ljósleiðari sem liggur yfir ána, í sundur svo algerlega sambandslaust varð til Neskaupstaðar í hálfa aðra klukkustund. Tjónið á brúnni hefur ekki verið metið til fjár en hins vegar er talið að tjón á vegum af völdum aurskriðna sé allt að sex milljónir króna. Sólarhringsúrkoma mældist 132 millimetrar klukkan níu í gærmorgun, miðvikudagsmorgun, á Desjamýri í Borgarfirði eystri, en meiri úrkoma þar hefur ekki mælst í þrjú ár. Þess má geta að úrkomumet á landsvísu síðan mælingar hófust, var sett 1. október 1979 á Kvískerjum þegar sólarhringsúrkoma mældist 243 millimetrar. Ýmsar skemmdir, mismiklar, urðu á vegum á Austfjörðum í fyrrinótt. Fimm aurskriður féllu á Hólmháls undir Hólmatindi og var unnið að viðgerðum á veginum í gærmorgun.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir