Smábátahöfn í Hafnarfirði

Jim Smart

Smábátahöfn í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

mbl.is Gagnasafn Grein Fimmtudaginn 25. október, 2001 - Viðskiptablað Hörmulegur árangur Trillukarlar gagnrýna kvótakerfið harðlega ÁRANGUR kvótakerfisins við uppbyggingu fiskistofna er hörmulegur, að mati aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær. ÁRANGUR kvótakerfisins við uppbyggingu fiskistofna er hörmulegur, að mati aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem lauk í gær. Fundurinn lýsir í ályktun furðu sinni og áhyggjum af því að stjórnvöld vogi sér að halda því fram að hér séu stundaðar ábyrgar fiskveiðar sem séu öðrum til eftirbreytni. Í ályktuninni segir að við upphaf kvótakerfisins hafi heildarveiði fiskiskipaflotans á helstu botnlægum tegundum verið u.þ.b. 550 þúsund tonn en eftir þrotlaust og óeigingjarnt uppbyggingarstarf síðustu 18 ára sé veiðin komin niður í 400 þúsund tonn og viðkomandi stofnar flestir í sögulegu lágmarki. Helsta verkefni stjórnvalda ætti að vera að kanna hvort ekki séu aðrar leiðir vænlegri og bendir fundurinn sérstaklega á það fiskveiðikerfi sem Færeyingar hafa nú notað um skeið með athyglisverðum árangri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar