Tíska

Þorkell Þorkelsson

Tíska

Kaupa Í körfu

Dúsa fatahönnuðar og Rósi hattari unnu saman í mörg ár þegar Dúsa rak Skaparann, sem þá seldi innfluttan fatnað, og Rósi hafði þar vinnustofu og bjó til höfuðföt til sölu í versluninni. Síðan drifu bæði sig út til náms; Rósi lærði að skapa skúlptúra á höfuð fólks hjá gamalli hattakonu á Strikinu í Kaupmannahöfn og Dúsa hóf nám í Universitat für Angewandte Kunst í Vín og útskrifaðist þaðan í fyrra. Markmið beggja var að opna verslun þegar heim kæmi. Í júní síðastliðnum létu þau drauminn rætast og endurreistu Skaparann. Fyrirtækið eiga þau saman og hanna og vinna allt í sameiningu. "Þetta er tveggja manna verksmiðja. Hugmyndirnar eru okkar, við hönnum, búum til snið, saumum og seljum." Þau segjast fara óhefðbundnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar