Fullveldisdagurinn

Jim Smart

Fullveldisdagurinn

Kaupa Í körfu

STÚDENTAR héldu að venju upp á fullveldisdaginn í gær, 1. desember, með hátíðardagskrá. Að lokinni messu í kapellu Háskólans lögðu stúdentar blóm á leiði Jóns Sigurðssonar í Suðurgötukirkjugarði. Á myndinni heldur Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs, á blómsveig sem lagður var á leiðið. Þar flutti Sveinn Ólafur Gunnarsson íslenskunemi minni Jóns forseta. Hátíðarsamkoma var síðan í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar