Malarnámi í Arnarfirði lokið

Rax /Ragnar Axelsson

Malarnámi í Arnarfirði lokið

Kaupa Í körfu

Malarnámi í Arnarfirði lokið MALARNÁMI í Arnarfirði á vegum verktakafyrirtækisins Norðurtaks á Sauðárkróki er lokið en unnið var að malarnáminu vegna vegabóta á veginum um Arnarfjörð. Alls voru teknir um 2.500 rúmmetrar af efni í veginn á þremur vikum en Vegagerðin þurfti á efninu að halda til að breikka vegarstæðið og laga blindbeygju á veginum. Enginn myndatexti (Starfsmenn verktakafyrirtækisins Norðurtaks á Sauðárkróki hafa undanfarið unnið að malarnámi í Arnarfirði vegna endurbóta á veginum um fjörðinn. Að sögn Atla Heimis Birkissonar verkstjóra var þetta í fyrsta sinn sem efni til vegagerðar var tekið úr skriðunum á milli Hrafnseyrar og Mjólkár. Hann sagði að efnistakan breikkaði vegarstæðið og tæki af hindrun sem byrgði vegfarendum sýn. Auk þessa verkefnis er Norðurtak einnig með vegargerð á Kleifaheiði og gerð grjótgarðs á Ísafirði. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar