jólaljós

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

jólaljós

Kaupa Í körfu

VERSLUNAREIGENDUR eru nú í óðaönn að skreyta verslanir sínar. Nýtt kortatímabil er hafið og jólaverslun í þann mund að hefjast. Flestir kaupmenn virðast bjartsýnir á verslun um komandi jól og segja að enda þótt fólk haldi að sér höndum á mörgum sviðum þá standi jólaverslunin yfirleitt fyrir sínu; kaupmenn sem hafi verslað við Laugaveginn í áratugi segi að sama sé hvernig allt veltist, jólaverslun á Laugaveginum bregðist ekki. Töluverður erill var á Laugaveginum í gær enda skemmdi veðrið ekki fyrir. Kaupmenn við Laugaveg eru margir búnir að skreyta eða gera það eftir helgina. Þá höfðu kaupmenn orð á því að óvenju mikið væri af ferðamönnum í bænum miðað við árstíma. Nú hittist svo á að fyrsti langi laugardagurinn við Laugaveginn verður 1. desember og verða því allir laugardagar langir í þeim mánuði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar