Fallhlífarstökk

Fallhlífarstökk

Kaupa Í körfu

Tveir stökkvarar svifu tignarlega til jarðar í gærkvöldi í Laugardalnum í Reykjavík. Lentu þeir á fyrirfram ákveðnum stöðum - eða næstum því - þar sem annar þeirra hafnaði reyndar í runna en hinn sveif mjúklega niður á malbikið, eins og sjá má. Báðir stökkvararnir eru ýmsu vanir, þeir Sigurjón Jóhannsson og Þórjón Pétursson, og kunna að leika listir sínar í svifinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar