Samskip
Kaupa Í körfu
Vöruhús Samskipa fá viðurkenningu fyrir innra gæðaeftirlit HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur veitti Samskipum á þriðjudag viðurkenningu fyrir innra gæðaeftirlitskerfið GÁMES í þremur vöruhúsum félagsins á Holtabakka í Reykjavík: Vöruhúsi A, Vörudreifingarmiðstöðinni og frystivörumiðstöðinni Ísheimum. Þetta eru fyrstu vöruhúsin hér á landi sem fá slíka viðurkenningu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skammstöfunin GÁMES stendur fyrir greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða, sem er þýðing á ensku heiti gæðaeftirlitskerfisins Hazard Analysis and Critical Control Point - HACCP. GÁMES felur í sér kerfisbundið eftirlit af ýmsu tagi í starfsemi Samskipa. Vöruhús fyrirtækisins eru "tekin út" mánaðarlega, athugasemdir skráðar og nauðsynlegar úrbætur gerðar. Hreinlæti er mikilvægur þáttur eftirlitsins, svo og stjórnun og eftirlit með hitastigi í geymslum sem skiptir sköpum í flutningi og geymslu viðkvæmra matvæla. MYNDATEXTI: Rögnvaldur Ingólfsson, frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, afhenti Guðmundi Óskarssyni, rekstrarstjóra Ísheima, viðurkenningu fyrir innra gæðaeftirlit í gær. Með þeim á myndinni er Magnús Már Adolfsson, rekstrarstjóri Vörudreifingarmiðstöðvarinnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir