Laugardalur

Jim Smart

Laugardalur

Kaupa Í körfu

Samtökin "Verndum Laugardalinn" í burðarliðnum. UNDIRBÚNINGSHÓPUR fyrir stofnun samtaka sem mótmæla fyrirhugaðri byggingu Landssímahúss og fleiri byggingum í Laugardag hélt fund undir berum himni síðdegis í gær á fyrirhuguðu byggingarsvæði. Á fundinum var tilkynnt um væntanlegan stofnfund samtakanna sem skulu kallast "Verndum Laugardalinn" en til hans verður boðað á næstu dögum. MYNDATEXTI: ÞORGEIR Ástvaldsson, talsmaður undirbúningshóps fyrir stofnun samtakanna "Verndum Laugardalinn", kynnir málefni hópsins á fyrirhuguðum byggingarreit í Laugardal í gærdag. Á myndinni eru (f.v.) Örn Andrésson framkvæmdastjóri, frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Þorgeir Ástvaldsson, Árndís Þórðardóttir, Andrés Pétur Rúnarsson, Sigrún Thorlacius, rekstrarstjóri Húsdýragarðsins, Þorgrímur Þráinsson og Skúli Víkingsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar