Stefán Jónsson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stefán Jónsson

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir við dreifikerfi hitaveitu í Búðardal Hlutafélag á og rekur hitaveituna LAGNING dreifikerfis hitaveitu í Búðardal hefst á næstu vikum. Aðveituæðin úr Reykjadal verður síðan lögð næsta sumar og er að því stefnt að vatni verði hleypt á kerfið næsta haust. Við borun í Reykjadal, 23 kílómetra frá Búðardal, komu upp 10 sekúndulítrar af heitu vatni. Á undanförnum mánuðum hefur verið kannaður áhugi íbúa, fyrirtækja og stofnana til lagningar hitaveitu. Stefán Jónsson sveitarstjóri segir að undirtekir hafi reynst mjög jákvæðar. Þannig hafi 75-80% íbúanna lýst yfir vilja til að tengjast veitunni en ekki hefði náðst í nærri alla, svo og 90% bænda við fyrirhugaða lagnaleið. Á grundvelli þessa hefði verið ákveðið að stofna hitaveituna. MYNDATEXTI: STEFÁN Jónsson sveitarstjóri Dalabyggðar segir það lífsgæði að fá hitaveitu og nýta vatnið úr henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar