GRÍMUR Eysturoy Guttormsson

GRÍMUR Eysturoy Guttormsson

Kaupa Í körfu

Olíumengunin í Seyðisfirði Kafað niður að El Grillo KAFARAR á vegum Hollustuverndar ríkisins köfuðu síðdegis í gær niður að flakinu af olíubirgðaskipinu El Grillo, sem sökkt var í Seyðisfirði á stríðsárunum, og sáu greinileg merki þess að olíumengun sú sem vart varð fyrr í þessari viku er þaðan runnin. Að sögn Eyjólfs Magnússonar, sérfræðings Hollustuverndar í olíumengunarvörnum, sem stjórnar aðgerðum á staðnum, verður kafað aftur í dag og lekinn staðsettur nákvæmlega til að hægt verði að taka ákvarðanir um aðgerðir. MYNDATEXTI: GRÍMUR Eysturoy Guttormsson kafari fór 81 ferð niður í El Grillo þegar verið var að ná olíu upp úr flakinu eftir stríð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar