Deildarmyrkvi

Deildarmyrkvi

Kaupa Í körfu

Fjöldi manna skoðaði deildarmyrkvann Víða rættist úr tvísýnni veðurspá FYLGST var með deildarmyrkva sólar af miklum áhuga í gærmorgun víða um land. Ekki voru þó skilyrðin alls staðar upp á það besta og herma fregnir að sólin hafi gefið lítil færi á sér á Austfjörðum og Vestfjörðum. Í Reykjavík rættist úr heldur tvísýnni spá og var hægt að fylgjast með deildarmyrkvanum nær allan tímann meðan hann stóð, frá kl. 9:08 til 11:13, þótt stundum drægi fyrir sólu í stutta stund. MYNDATEXTI:TALSVERT var um að fólk rýndi í gegnum filmubúta á deildarmyrkva sólu í gærmorgun. Víða mátti sjá fólk við þessa iðju og gengu sjónaukar og dökkar filmur á milli manna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar