ÝMIR

Arnaldur Halldórsson

ÝMIR

Kaupa Í körfu

Tjón áætlað um eða yfir 100 millj. FRYSTITOGARINN Ýmir komst á flot um klukkan 14 í gær eftir um sólarhringslangt björgunarstarf. Ljóst er að skemmdir eru miklar af völdum sjávar og olíu. Að sögn Ágústs Sigurðssonar, útgerðarmanns hjá Stálskipum sem gera skipið út, gæti tjónið numið um eða yfir eitt hundrað milljónum króna. Hátt í fimmtíu manns unnu í gær og fyrrinótt við að reyna að lyfta skipinu, þar af um tíu kafarar . MYNDATEXTI:TALSVERÐUR halli var á Ými eftir að hann náðist á flot í gær og var hann ataður olíu sem lekið hafði úr tönkum skipsins. Unnið var fram eftir kvöldi við að dæla úr honum sjó. Búist er við að viðgerð taki 2­3 mánuði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar