Rauði krossinn

Rauði krossinn

Kaupa Í körfu

Átak gegn ofbeldi REGNIÐ draup á þátttakendur í athöfn Rauða kross Íslands á Ingólfstorgi í gær, en þar var 50 ára afmælis Genfarsamninganna minnst með táknrænum hætti. Undir tónlist frá Nýju-Gíneu vitnuðu sjálfboðaliðar Rauða krossins í Genfarsamningana og fóru með tilvitnanir í fólk sem upplifað hefur stríðsátök á undanförnum árum. Þátttakendur mynduðu tvo hópa sem tákn um þær 40 milljónir manna sem látist hafa af völdum átaka eftir síðari heimsstyrjöldina. Annar hópurinn táknaði hermenn en hinn óbreytta borgara. Í þeim síðarnefnda voru mun fleiri og hann mynduðu bæði börn og fullorðnir en samkvæmt upplýsingum Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur, formanns Rauða kross Íslands, var það gert til að minna á að stríðsátök hafa breyst á síðastliðnum áratugum. "Áður voru það fremur hermenn og stríðandi aðilar sem létu lífið í átökum, en nú eru það óbreyttir borgarar." Hún kvaðst einnig mjög ánægð með þátttökuna á Ingólfstorgi. MYNDATEXTI: RAUÐI kross Íslands hélt táknræna athöfn á Ingólfstorgi í gær í tilefni 50 ára afmælis Genfarsamninganna. Anna Þrúður Þorkelsdóttir ávarpaði hópinn að henni lokinni og bauð fólki að setja lófafar á léreftsdúk í baráttunni gegn ofbeldi. i

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar