Leirutjörn

Kristján Kristjánsson

Leirutjörn

Kaupa Í körfu

Það var heldur betur líf og fjör við Leirutjörnina á Akureyri í gærmorgun er þangað kom hópur barna og starfsfólk á leikskólanum Pálmholti. Börnin komu til að prófa þessa líka flottu báta sem þau höfðu smíðað og skreytt í leikskólanum og einnig til að busla ofurlítið. Börnin byrjuðu frekar rólega og fóru út í tjörnina í stígvélum og pollabuxum og léku sér þannig þar til þau voru flest komin upp fyrir stígvélin og orðin blaut í fæturna. Þau létu það ekki á sig fá og drifu sig bara úr stígvélunum og blautu fötunum og busluðu berfætt. Voru sum þeirra komin á brókina en það skipti ekki máli enda veðrið gott. myndvinnsla akureyri. bornin a pálmholti busla í leirutjörninni. litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar