Hálendisferð

Hálendisferð

Kaupa Í körfu

Hlaupið í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum Gróðurskemmdir og nýjar jarðmyndanir Hlaupið í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum í síðustu viku er talið eitt það mesta sem um getur í nær hundrað ár. Því lauk eins snögglega og það hófst en í ljós hefur komið að það hefur skilið eftir sig miklar gróðurskemmdir við Herðubreiðarlindir, nýja kvísl út frá Kreppu og jarðmyndanir með breyttum svip. MYNDATEXTI: RÓBERT Þór Haraldsson landvörður situr við bakka lindánna í Herðubreiðarlindum. Þar skemmdist gróður mikið í hlaupinu í Kreppu í síðustu viku og ef vel er að gáð má sjá hvernig hvannirnar halla nánast í fjörutíu og fimm gráður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar