Katrín Sigurðardóttir
Kaupa Í körfu
OFIÐ MEÐ TÖLVUM Ef farið er inn á Netið úir og grúir af alls kyns upplýsingum og heimasíðum fyrirtækja. Þar má finna allt frá heimasíðum skrúfuframleiðanda til upplýsingavefs bandarísku geimferðastofnunarinnar. En listina má einnig finna þar inni. MYNDATEXTI:Katrín Sigurðardóttir nam fjöltækni við Myndlista- og handíðaskólann hér á Íslandi en fór fljótlega til Bandaríkjanna og tók BFA-próf frá San Francisco Art Institute þar sem hún vann aðallega með málverk, kvikmyndagerð og skúlptúr. Eftir það fór hún til New York þar sem hún tók masterspróf í myndlist við Rutgers University. Katrín fæst fyrst og fremst við list sem sýnd er í raunheimum og þá aðallega við skúlptúra og innsetningar. Hún byrjaði að vinna á tölvur 1993 og stuttu seinna fór hún að læra html-skriftina og annað sem til þarf við smíði á veflist, en fyrsta vefverkið eftir hana kom ekki fram á Netinu fyrr enn á síðasta ári. Það verk nefnist "dictionary" og er opið og gagnvirkt orðasafn, þar sem gestir á vefsíðu geta tekið þátt í að skrifa orðabók fyrir nýtt tungumál. Nýlega birtist annað verk eftir hana, "remoteplaces", en það er unnið í Sunnfjord í Noregi þar sem Katrín dvelst þessa dagana í gestavinnustofu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir