Æfingar

Jim Smart

Æfingar

Kaupa Í körfu

Getur sjónvarpsáhorf stuðlað að bættu heilsufari? Sjónvarpsfíklum komið í form Sú hugmynd virðist æði lífseig að þeir sem horfa mikið á sjónvarp séu meiri og mýkri um sig en æskilegt væri. Gengur þessi orðrómur svo langt að talað er um sófadýr og sjá þá flestir fyrir sér fölan og skvapmikinn mann hálfliggja í sófanum með stofuborðið þakið af poppi og alls kyns sælgætisbréfum á meðan sjónvarpsdagskráin er innbyrt. Til að reka slyðruorðið af þeim sem stunda þá símenntun sem sjónvarpsáhorf vissulega getur verið var haft samband við Ágústu Johnson í Hreyfingu og hún spurð hvernig hinn áhugasami sjónvarpsneytandi gæti stundað þetta áhugamál sitt og á sama tíma komist í gott form. MYNDATEXTI:ÆFING 1 Þessi æfing þjálfar framanverða lærvöðvana. Þú réttir úr öðrum fætinum þannig að hann sé alveg beinn og spennir lærvöðvana og heldur spennunni smástund. Fjöldi æfinganna fer eftir getu hvers og eins þar til þú finnur fyrir þreytu í lærvöðvanum. Þá er bara að æfa hinn fótinn á sama hátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar