Fiskimálaráðstefna

Sverrir Vilhelmsson

Fiskimálaráðstefna

Kaupa Í körfu

Nýting á auðlindum hafsins var yfirskrift 25. norrænu fiskimálaráðstefnunnar sem haldin var í Reykjavík í gær. Meðal gesta á ráðstefnunni voru sjávarútvegsráðherrar Íslands, Noregs, Danmerkur, Færeyja og Grænlands, auk fulltrúa sjávarútvegsráðherra Svíþjóðar og Finnlands. Umhverfismál voru mjög í brennidepli á ráðstefnunni og þær kröfur sem neytendur gera til framleiðenda sjávarafurða á komandi árum. Um 150 manns tóku þátt í 25. norrænu fiskimálaráðstefnunni og voru þeir frá öllum norrænu ríkjunum og sjálfstjórnarsvæðunum Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar