Eykt

Jim Smart

Eykt

Kaupa Í körfu

Átta þúsund ferm. stórhýsi rís við Borgartún 21 Hús Vöruflutningamiðstöðvarinnar og Sendibílastöðvarinnar við Borgartún hafa verið rifin og á lóðinni er nú að rísa glæsileg nýbygging. Þarna er að verki byggingafyrirtækið Eykt. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessa nýbyggingu, sem á eftir að setja mikinn svip á umhverfið. BORGARTÚN er að breyta um yfirbragð. Þar er byggingafyrirtækið Eykt ehf. að byggja um 8000 ferm. stórhýsi við Borgartún og nokkru austar er Nýherji að reisa stórbyggingu. Á næstunni má ennfremur gera ráð fyrir, að húsið að Borgartúni 19 verði rifið og nýtízkubygging reist í staðinn. Engar deilur hafa komið upp vegna þessara gömlu húsa, enda fáir, sem vilja halda í þau. Þetta eru hús, sem ekki sér eiga neina sögu, en voru byggð af vanefnum og ekki of vel viðhaldið. Það er því borgarprýði, þegar ný og glæsileg hús eru byggð í staðinn. Eykt hf. var stofnuð 1986. Aðaleigendur fyrirtækisins hafa verið frá upphafi byggingameistararnir Pétur Guðmundsson og Theódór J. Sólonsson. MYNDATEXTI: Theódór J. Sólonsson og Pétur Guðmundsson. Í baksýn er nýbyggingin við Borgartún 21. Uppsteypu er nú að ljúka, en gert er ráð fyrir, að byggingin verði tilbúin í febrúar næstkomandi. MYNDATEXTI: Theódór J. Sólonsson og Pétur Guðmundsson. Í baksýn er nýbyggingin við Borgartún 21. Uppsteypu er nú að ljúka, en gert er ráð fyrir, að byggingin verði tilbúin í febrúar næstkomandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar