Vesturhlíðarskóli

Arnaldur Halldórsson

Vesturhlíðarskóli

Kaupa Í körfu

Leikjanámskeið fyrir fötluð börn í 1.-7. bekk grunnskóla hefur verið haldið í sumar á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar. Námskeiði sumarsins lauk á föstudag enda styttist í að skólinn hefjist hjá börnunum. Að sögn Sigurðar Fjalars Jónssonar, umsjónarmanns námskeiðanna, hafa krakkarnir haft nóg að gera og farið í vettvangsferðir á hverjum degi. Meðal þess sem þau hafa tekið sér fyrir hendur í sumar er að skoða varðskip, fara í keilu, sigla og baða sig í Nauthólsvík og fara í fjöruferðir. Þá hefur verið farið í heimsóknir m.a. í kók-verksmiðju Vífilfells.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar