Sjávarútvegssýning

Sjávarútvegssýning

Kaupa Í körfu

Stöðugur straumur á Sjávarútvegssýninguna Ánægja með nýja sýningarsvæðið MARGIR gestir sóttu Íslensku sjávarútvegssýninguna á fyrsta degi hennar í gær. "Það hefur verið stöðugur straumur allt frá því dyrnar voru opnaðar í morgun," sagði Ellen Ingvadóttir blaðafulltrúi í gærkvöldi. Umferðarteppa myndaðist við Dalsmára. Sjávarútvegssýningin er sú stærsta sem haldin hefur verið hér á landi en þar sýna og kynna nærri 900 fyrirtæki framleiðslu sína og þjónustu. "Reynslan frá fyrri sýningum segir okkur að gestir fyrstu sýningardagana eru aðallega úr starfsgreinum tengdum sjávarútvegi, enda er sýningin tiltölulega sérhæfð. Við búumst hins vegar við að almenningur komi á sýninguna á laugardag," sagði Ellen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar