AX-hugbúnaðarhús

AX-hugbúnaðarhús

Kaupa Í körfu

Tæknival, Opin kerfi og Skýrr standa að nýju hugbúnaðarfyrirtæki Verður eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins STOFNAÐ hefur verið nýtt hugbúnaðarfyrirtæki, AX-hugbúnaðarhús hf., og eru eigendur þess Tæknival hf., Skýrr hf. og Opin kerfi hf. Hlutafé hins nýja félags er 300 milljónir króna og skiptist þannig að Tæknival mun eiga 25%, Skýrr 40%, Opin kerfi 10%, og starfsmenn og fagfjárfestar munu eiga 25%. AX-hugbúnaðarhús hefur eignast 83% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf. og einnig ráðandi hlut í Tæknivali AS í Danmörku. Stefnt er að því að sameina starfsemi AX-hugbúnaðarhúss og Kerfis hf. en markaðssókn á erlendum mörkuðum mun fara fram gegnum Tæknival AS.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar