Hátún 12

Þorkell Þorkelsson

Hátún 12

Kaupa Í körfu

Sorpa styrkir líknarfélög um 600.000 ÖGMUNDUR Einarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, afhenti Jóni Guðnasyni, forstöðumanni Þjónustusetursins, 600.000 króna styrk til uppbyggingar á starfi félaganna. Afhendingin fór fram í Góða hirðinum, Hátúni 12, sem er samstarfsverkefni Sorpu og líknarfélaganna, þar sem gamall húsbúnaður er seldur með markmið að styrkja líknarfélög. Fimm ár eru liðin frá því að samstarf Sorpu og nokkurra líknarfélaga hófst um söfnun á nytjahlutum; húsgögnum, búsáhöldum og fleiru sem berst á endurvinnslustöðvar Sorpu. Fyrstu skrefin voru stigin af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Hjálpræðishernum. Um mitt ár 1997 tók Sorpa við rekstrinum og nú hefur starfsemin fengið nýtt nafn, sem er Góði hirðirinn ­ nytjamarkaður Sorpu og líknarfélaga. Þjónustusetrið er sameiginleg þjónustumiðstöð sex líknarfélaga. Þau samtök eru Parkinson- samtökin, Tourette-samtökin, Umsjónarfélag einhverfra, Félag nýrnasjúkra, LAUF, félag flogaveikra, og Samtök sykursjúkra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar