Umferðarslys

Þorkell Þorkelsson

Umferðarslys

Kaupa Í körfu

Slysið átti sér stað við beygju við Grafarholt á Vesturlandsveginum þar sem fram fara vegaframkvæmdir og voru tildrögin þau að fólksbifreið og flutningabifreið með tengivagni mættust á veginum, en festingar á tengivagninum slitnuðu þá og sveiflaðist afturendi vagnsins yfir á gagnstæða akgrein. Á vagninum var pallur, sem vó 5,3 tonn og lenti hann á fólksbifreiðinni, sem kom úr austurátt, með þeim afleiðingum að bifreiðin kastaðist út fyrir veg og urðu á henni miklar skemmdir. Nota þurfti tækjabúnað við að ná ökumanni og farþega út úr bifreiðinni. Bifreiðin er mikið skemmd en ökumaður og farþegi hennar slösuðust ekki mikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar