Jóhann Vilhjálmsson

Jóhann Vilhjálmsson

Kaupa Í körfu

Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður hefur sett upp verslun með ný og notuð skotvopn í tengslum við verkstæði sitt í Reykjavík. Notaðar byssur eru teknar í umboðssölu og skoðaðar af byssusmið áður en þær eru boðnar til sölu. Einnig selur Jóhann skotfæri af ýmsum gerðum, handsmíðaða Pecar miðunarsjónauka, þýskar sjónaukafestingar, portaðar þrengingar í haglabyssur og annan búnað til skotveiða og skotíþrótta. Auk almennra viðgerða og lagfæringa á skotvopnum smíðar Jóhann bæði byssur og hnífa sem farið hafa til kaupenda hér á landi og erlendis. Smíðisgripir Jóhanns hafa m.a. verið sýndir í Belgíu og Þýskalandi. Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður og Eric Marseault, skólabróðir Jóhanns frá Belgíu, sem er í heimsókn hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar