Tjaldsvæði

Kristján Kristjánsson

Tjaldsvæði

Kaupa Í körfu

Forsvarsmenn tjaldsvæðanna á Akureyri og í Húsabrekku og á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit eru nokkuð ánægðir með sumarið, enda gistinætur á svæðunum mun fleiri en í fyrra. Valur Hilmarsson, sem tekur tjaldsvæðið á Akureyri fyrir Skátafélagið Klakk, sagði að gestakomur á tjaldsvæðið við Þórunnarstræti hafi verið rúmlega 8.500. Um verslunarmannahelgina var skátafélagið með opið tjaldsvæði í Kjarnaskógi og voru gestakomur á báða staðina samtals rúmlega 11.300 og heildarfjöldi gistinátta upp undir 30.000. Erlendir ferðalangar eru enn á ferð um Norðurland og í síðustu vikku voru ein 10 tjöld á tjaldsvæðinu á Akureyri. Þessir gestir frá Bandaríkjunum voru á hringferð um landið og ætluðu að halda austur á bóginn frá Akureyri. myndvinnsla akureyri. erlendir ferðalangar eru enn á ferð um Norðurland. Þessir voru á tjaldsvæðinu á akureyri. litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar