Taj Mahal

Einar Falur Ingólfsson

Taj Mahal

Kaupa Í körfu

Taj Mahal er frægasta bygging Indlands, grafhýsi löngu látinnar drottningar. En það er meira en bara bygging, Taj Mahal er einstakt listaverk sem lætur engan ósnortinn sem sér það. Horft frá Átthyrnda turninum í Agra-virki yfir bakka Jamuna- árinnar, til Taj Mahal. Þetta hefur löngum verið talið eitt fegursta sjónarhornið á grafhýsið en núorðið er loftmengunin svo mikil að þessi sýn er sjaldgæf. Í þessum turni var Shah Jahan fangi sonar síns sjö síðustu æviárin og gat aðeins dáðst úr fjarska að þessari fegurstu byggingu sem hann lét reisa, grafhýsinu yfir eiginkonuna Mumtaj Mahal.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar