Aurskriður/Breiðdal

Þorkell Þorkelsson

Aurskriður/Breiðdal

Kaupa Í körfu

Stór aur- og grjótskriða féll úr fjallinu Tó rétt ofan við bæinn Tóarsel mildi að ekki varð manntjón FJÖLMARGAR aur- og grjótskriður féllu úr fjallinu Tó í Norðurdal um 20 km inn af Breiðdalsvík í gær. Stærsta skriðan féll rétt ofan við bæinn Tóarsel og þykir mesta mildi að ekki hafi orðið manntjón, en mannvirki skemmdust mikið og eyðilagðist um 100 fermetra skemma sem stóð um 20 metra fyrir ofan íbúðarhúsið, en hún bjargaði líklega lífi ábúendanna. MYNDATEXTI: Skemman, sem stóð um 20 metra fyrir ofan íbúðarhúsið, eyðilagðist er aurskriðan féll á hana og hænsnakofi, sem stóð fyrir ofan skemmuna, jafnaðist við jörðu og drápust allar hænurnar, tíu talsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar