Guðrún Björnsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Guðrún Björnsdóttir

Kaupa Í körfu

Guðrún Björnsdóttir Langar aftur til Filippseyja Guðrún Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1964 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984. Hún vann margvísleg störf til ársins 1991 og var m.a. innkaupastjóri hjá Kaupstað í Mjódd og síðar Miklagarði frá 1987 til 1991. Guðrún lauk cand.oecon.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún starfaði hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. samhliða námi og sá um að koma dótturfyrirtæki Össurar hf. í Lúxemborg á fót og var framkvæmdastjóri þess 1996­1997. Árið 1998 var Guðrún ráðin fjármálastjóri hjá Valeik ehf., umboðsaðila í útflutningi á sjávarafurðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar