Völusteinn

Halldór Kolbeins

Völusteinn

Kaupa Í körfu

Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur og fleiri fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Hjálparstarfi kirkjunnar settust niður fyrir helgi við að sauma húfur sem sendar verða börnum í stríðshrjáðum löndum. Saumaskapurinn er að frumkvæði fyrirtækisins Völusteins, en þetta er í annað sinn sem fyrirtækið beitir sér fyrir því að húfur séu gefnar til erlendra barna. Í fyrra tóku 2.000­3.000 manns þátt í að sauma húfur sem sendar voru til barna í Bosníu. Í ár verða húfurnar sendar í flóttamannabúðir í Ungverjalandi, en þar eru flóttamenn frá Bosníu, Serbíu, Albaníu og Tsjetsjníu. Ástandið í flóttabúðunum er sagt slæmt. Öllum er boðið að staldra við í Völusteini og sauma barnahúfu, en það tekur einungis 2­3 mínútur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar