Danskt herskip í viðgerð

Danskt herskip í viðgerð

Kaupa Í körfu

UNNIÐ hefur verið að viðgerðum á danska herskipinu hms. Vædderen þar sem það hefur legið við festar í Hafnarfjarðarhöfn í heila viku vegna skemmda sem það hlaut í brotsjó. Skipið var á leið frá Danmörku til Grænlands þegar það varð fyrir skemmdum á framanverðum bakborða í brotsjó. Svonefndar styttur skekktust og gengu um eina til tvær tommur inn. Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði vinnur að viðgerðinni og er reiknað með að hún taki 10-11 daga.(Danskt herskip í Hafnarfjarðarhöfn ).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar