Gítartónleikar

Gítartónleikar

Kaupa Í körfu

GÍTARTÓNLEIKAR TIL HEIÐURS GUNNARI H. JÓNSSYNI HEFUR ALLTAF ÖRVAÐ TIL SAMSPILS SEX þjóðkunnir gítarleikarar leiða saman hesta sína í Gerðubergi í dag, laugardag, kl. 16 og halda tónleika til heiðurs Gunnari H. Jónssyni í tilefni af sjötíu ára afmæli hans fyrr á árinu. Þar frumflytja þeir allir saman Fúgu í E, gítarverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Gítarleikararnir eru þeir Arnaldur Arnarson, Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. Ívarsson, en Arnaldur gerir sér ferð alla leið frá Spáni, þar sem hann er búsettur, til þess að heiðra lærimeistara sinn. MYNDATEXTI: Símon H. Ívarsson, Pétur Jónasson, Páll Eyjólfsson og Einar Kristján Einarsson á æfingu fyrir gítartónleikana. Arnaldur Arnarson og Kristinn H. Árnason voru fjarstaddir. (Gítarleikarar samankomnir í Tónskóla Sigursveins, á myndina vantar tvo, Kistinn Árnason og Indriða ?)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar