MISTRAL-MAR

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

MISTRAL-MAR

Kaupa Í körfu

Máki og samstarfsaðilar fá 110 milljóna króna styrk frá ESB Stefnt að tíföldun eldiseininga FISKELDISFYRIRTÆKIÐ Máki ásamt íslenskum og frönskum samstarfsaðilum hefur fengið 110 milljóna króna styrk til þriggja ára frá nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins til að þróa lokað fiskeldiskerfi, MISTRAL-MAR. MISTRAL-MAR er stærsta og viðamesta verkefnið á sviði lokaðra fiskeldiskerfa sem nýsköpunaráætlun ESB fjármagnar, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarráði Íslands. Markmið verkefnisins er að tífalda stærð núverandi eldiseininga og í lok verkefnisins, í árslok 2003, er stefnt að sjö hundruð tonna ársframleiðslu á hlýsjávarfiskinum barra í fiskeldisstöð Máka í Fljótum í Skagafirði. Tæknin sem þróuð verður mun einnig nýtast við eldi á öðrum tegundum. MYNDATEXTI: Guðmundur Örn Ingólfsson frá Máka, Helgi Thorarensen frá Hólaskóla, Guðrún Pétursdóttir frá Sjávarútvegsstofnun Háskóla Íslands, Vilhjálmur Lúðvíksson RANNÍS, og Logi Jónsson frá Háskóla Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar