Útlendingaeftirlit

Sverrir Vilhelmsson

Útlendingaeftirlit

Kaupa Í körfu

Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi Útlendingaeftirlitsins með nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Hefur stofnunin nú verið flutt frá embætti ríkislögreglustjóra og þar með undirstrikað, að þau störf sem Útlendingaeftirlitið sinnir séu í eðli sínu ekki lögreglustörf. Er það í samræmi við skipan útlendingamála í nágrannalöndunum, að málefni útlendinga hérlendis séu í höndum borgaralegrar stofnunar. Nýráðinn forstjóri Útlendingaeftirlitsins, Georg Kr. Lárusson, og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í nýju húsnæði stofnunarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar