Hillary á Íslandi

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hillary á Íslandi

Kaupa Í körfu

Þegar Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, kom til Íslands á föstudag tóku menn eftir því að meðal ljósmyndara og kvikmyndatökumanna, sem fylgdust með á sérstökum palli, stóð 11 ára drengur og mundaði kvikmyndatökuvél fagmannlega. "Ég var að fylgja frænda mínum á flugvöllinn og ákvað að taka með mér myndavél til að fylgjast með þegar hún kæmi," sagði Ásgeir Erlendsson. Hann bar upp ósk sína við lögregluþjóna á staðnum og eftir að skotið hafði verið á fundi bandarískra öryggisvarða, sýslumanns og lögreglu var ákveðið að hann skyldi fá að vera meðal fjölmiðlamanna. Ásgeir stóð því fremstur í flokki þegar forsetafrúin lenti og náði fyrirtaksmyndum af komu hennar. Yfirvöld þinga um það hvort Ásgeir Erlendsson (fyrir miðju), 11 ára drengur úr Reykjavík, eigi að fá að mynda komu Hillary Clinton ásamt fjölmiðlamönnum á Keflavíkurflugvelli

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar