Boss

Boss

Kaupa Í körfu

BOSS-verslunin var opnuð í Kringlunni á föstudag og af því tilefni var haldið fjölmennt hóf í versluninni. Þar voru í boði léttar veitingar og djasssveit skemmti gestum. Ekki var látið þar við sitja heldur mannskapurinn ferjaður í húsnæði Saga-Film þar sem boðið var upp á mat og drykk fram eftir kvöldi. Brassbandið Jagúar spilaði og DJ Árni Þór Jónsson sá um tónlist að öðru leyti. Þema veislunnar var ís og var húsnæðið skreytt í samræmi við það. Fjórir stórir ísturnar voru búnir til úr 300 ísklumpum og var hver þeirra 3,5 metrar á hæð. Veislusalurinn var hvítmálaður í hólf og gólf og lýstur í bláum lit. Í lok veislunnar voru gestir leystir út með gjöfum. Á meðal þeirra sem viðstaddir voru var varastjórnarformaður Boss, dr. Bruno E. Sälzer. Ekki var vandi að halda drykknum köldum á barnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar