Höfn í Hornafirði

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Höfn í Hornafirði

Kaupa Í körfu

Kynnt var um helgina samstarfsverkefni Reykjavíkur menningarborgar Evrópu 2000 og 28 sveitarfélaga og stofnana víðsvegar um landið. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagðist við það tækifæri vona að samvinnan væri vísir að öflugu samstarfi sveitarfélaga á sviði menningarmála. Verkefnin 30 eru unnin undir yfirskrift menningarársins, Menning og náttúra, og einkennir mikil fjölbreytni verkefnin, enda leita flest sveitarfélaganna fanga í sinni heimabyggð. Samstarfsverkefnin verða kynnt á heimasíðu Menningarborgarinnar sem fær um 1000 heimsóknir á dag, flestar erlendis frá, og bjóðast því góðir landkynningarmöguleikar. Myndatexti: Þórunn Sigurðardóttir og Garðar Jónsson undirrita samstarfssamninginn undir vökulu auga borgarstjórans , Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar