Jólaball

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaball

Kaupa Í körfu

Jólastemmning í Krakkakoti MIKIL stemmning var á jólaballi leikskólans Krakkakots á Álftanesi í gær og greinilegt að allir þar, bæði starfsmenn og börn, eru komin í jólaskap.Það var glampi í augum barnanna, sem sátu við fallega skreytt jólatréð inni í hlýrri stofu leikskólans. Tveir jólasveinar komu í heimsókn og skemmtu börnunum, sem kunnu vel að meta það. Auðvelt var þó að greina óttablandinn virðingarsvip sumra, hinna yngri, er þau fylgdust með jólasveinunum þramma um gólfin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar