Jólaball

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Jólaball

Kaupa Í körfu

Jólastemmning í Krakkakoti MIKIL stemmning var á jólaballi leikskólans Krakkakots á Álftanesi í gær og greinilegt að allir þar, bæði starfsmenn og börn, eru komin í jólaskap. Það var glampi í augum barnanna, sem sátu við fallega skreytt jólatréð inni í hlýrri stofu leikskólans. Tveir jólasveinar komu í heimsókn og skemmtu börnunum, sem kunnu vel að meta það. Auðvelt var þó að greina óttablandinn virðingarsvip sumra, hinna yngri, er þau fylgdust með jólasveinunum þramma um gólfin. MYNDATEXTI: Jólasveinar komu í heimsókn í Krakkakot og færðu krökkunum gjafir og sungu jólasöngva. MYNDATEXTI: Börnin í Krakkakoti á Álftanesi eru öll komin í jólaskap, en í gær var haldið jólaball í leikskólanum og dansað var í kringum jólatréð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar