Hard Rock 13 ára

Jim Smart

Hard Rock 13 ára

Kaupa Í körfu

Þetta á líka við um veitingastaðinn Hard Rock café sem hélt ótrúlegt en satt upp á þrettán ára afmælið um helgina með pomp og prakt. Þjónustugæjar og -píur dönsuðu undir dillandi suðrænum og seiðandi tónum og hvítu stuttkjólarnir viku fyrir strápilsum og blómsveigum. Hamingjan og geislandi brosið skein af hvers manns andliti, það var rokkhátíð í bæ og stjörnuljósin vörpuðu rómantísku neistaflóði á veislugestina. MYNDATEXTI: Sólbrún og sæt með blóm í hárinu og afmælisbros á vör.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar