Á Austfjörðum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Á Austfjörðum

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur löngum verið sagt um álftina að hún sé á stundum grimmastur íslenskra fugla. Að minnsta kosti eru fyrir því heimildir að álftir hafi ráðist á sauðfé og einnig menn og því er vissara að vera ekki fyrir þegar sá gállinn er á henni. Er ljósmyndari átti leið um Hamarsfjörð á Austfjörðum á dögunum blasti við honum þessi sjón. Engu er líkara en álftir og sauðfé hafi gert með sér þegjandi samkomulag. Álftin lætur bithagana í friði og sauðféð hættir sér ekki út á hólmana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar