Grænland 2000

Jim Smart

Grænland 2000

Kaupa Í körfu

Það er ýmislegt sem fólk tekur sér fyrir hendur í frístundum. Eitt af því óvenjulegra er tvímælalaust að ferðast hringinn í kringum Grænland. Um helgina lenti hópur fólks á Reykjavíkurflugvelli sem var einmitt að koma úr slíkri ferð. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem flogið er hringinn í kringum Grænland í einni ferð. Það var Helena Dejak, sem rekur ferðaskrifstofuna Nonna, sem var fararstjóri hópsins en hún fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum. Myndatexti: Chris Calver, Winfried Lindl, Theresa Lindl, Steve Levensen, Helena Dejak, Michele Ostini, Francesca Fumagalli, John Hay og Jean Balfour í ferðalok. Íslendingurinn í hópnum, Ágúst Guðmundsson, var horfinn á braut.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar