Bruni

Arnaldur

Bruni

Kaupa Í körfu

Nokkrar skemmdir urðu á stúku Valbjarnarvallar í Laugardal í gærkvöld eftir að eldur hafði komið upp í dýnum og auglýsingaskiltum við stúkuna. Var allt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn kom upp skömmu eftir klukkan átta í gærkvöld en þá var nýhafinn á aðalleikvangi Laugardalsvallar leikur Fram og Grindavíkur í úrvalsdeild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Enginn var þó í stúku Valbjarnarvallar, þar sem eldurinn kom upp, en hann er staðsettur við hlið aðalleikvangsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar