Jólasveinar í miðbæ Akureyrar

Kristján Kristjánsson

Jólasveinar í miðbæ Akureyrar

Kaupa Í körfu

Jólabærinn Akureyri opnaður Jólasveinarnir létu sig ekki vanta JÓLABÆRINN Akureyri var formlega opnaður sl. laugardag, með athöfn við kirkjutröppurnar að viðstöddu fjölmenni. Yngsta kynslóðin lét ekki nokkra rigningardropa á sig fá og dreif sig í miðbæinn með foreldrum sínum, enda hafði það spurst út að nokkrir jólasveinar hefðu fengið bæjarleyfi með fyrra fallinu og myndu þeir heiðra samkomuna með nærveru sinni. Það kom líka á daginn, því þrír jólasveinar heilsuðu upp á viðstadda og sungu svo nokkur jólalög með börnunum. MYNDATEXTI: Þrír jólasveinar fengu bæjarleyfi sl. laugardag og heilsuðu þeir upp á börnin í miðbæ Akureyrar og tóku fyrir þau lagið. myndvinnsla akureyri. þrír jólasveinar fengu bæjarleyfi sl. laugardag og þeir heilsuðu upp á börnin í miðbæ Akureyrar. mbl. Kristján.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar