Skilaréttur

Sverrir Vilhelmsson

Skilaréttur

Kaupa Í körfu

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra setur upp fyrsta merkið um skilarétt í Gallery Sautján í Kringlunni. Í baksýn eru Ásgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen verslunareigendur. NÝTT merki um skilarétt var í gær sett upp í einni af verslunum Kringlunnar, en merkið geta þær verslanir notað sem samþykkt hafa nýjar verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra afhenti forsvarsmönnum Samtaka verslunarinnar nýja merkið, en reglurnar eru árangur af starfi nefndar sem ráðherra skipaði 15. september sl. Í verklagsreglunum er bætt úr því ósamræmi sem verið hefur víða varðandi skilarétt kaupenda, og settar fram skýrari reglur um lágmarksviðmið sem teljast mega viðunandi fyrir neytendur og seljendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar