Páll Rósinkrans

Páll Rósinkrans

Kaupa Í körfu

Söngvarinn Páll Rósinkrans sagði skilið við rokkaralífernið fyrir nokkrum árum síðan. Hann sér ekki eftir því og hyggst ekki snúa sér aftur að fyrri háttum. Á nýjustu plötu sinni No turning back glímir Páll við þá þraut að leggja ábreiðu sína yfir nokkur tökulög sem flestir ættu að kannast við. Þar má t.d. nefna lög eins og "Tears in heaven" sem Eric Clapton söng, "Love rescue me" eftir U2, "Have I told you lately" eftir Van Morrison og "To be grateful" sem Magnús Kjartansson og félagar hans í Trúbrot fluttu fyrst á plötunni Lifun hér um árið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar