Orkuveita Reykjavíkur viðurkenningar

Þorkell Þorkelsson

Orkuveita Reykjavíkur viðurkenningar

Kaupa Í körfu

OR velur bestu jólaskreytingarnar ORKUVEITA Reykjavíkur (OR) hefur veitt viðurkenningar fyrir bestu jólaljósaskreytingar í hverju bæjarfélagi fyrir sig á veitusvæði fyrirtækisins. Einnig voru valdar bestu jólaljósaskreytingar á Akranesi. Í Reykjavík varð fyrir valinu bílastæði Kringlunnar fyrir smekklegar ljósaskreytingar, í Kópavogi fjölbýlishúsin við Hlíðarhjalla fyrir ljósaskreytingar sem mynda samstæða heild og færa heilli götu jólasvip. Í Mosfellsbæ varð það Blómabúðin Hlín fyrir fallegar og smekklegar skreytingar með hvítum ljósum og greni, á Seltjarnarnesi hreppti hnossið ljósum skreytt og úr sér gengin Volkswagen-bjalla sem stendur við Nesbala 84. Í Garðabæ varð það síðan lífleg og fallega uppsett jólaljósaskreyting með hreindýrum sem gleðja augað við Móaflöt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar