Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir og Hrönn Harðardóttir

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir og Hrönn Harðardóttir

Kaupa Í körfu

HVAÐ erum við að gera hérna? spurðu Hrönn Harðardóttir og Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir sig þegar þær bættust í hóp þrautþjálfaðs handverksfólks og listamanna, flests á miðjum aldri. Þær starfa "bara" með börnum; Hrönn sem leikskólakennari og Valgerður sem fulltrúi í grunnskóla, báðar 24 ára gamlar, en ævintýrið var hafið og sennilega lærðu þær mest af öllum og geta auk þess miðlað mestu - til lærdómsfúsra barnanna. Árið 2001 sker sig úr í lífi þeirra vegna þess að þær tóku þátt í Evrópusambandsverkefni, Culture 2000 Framework Programme, um verkaðferðir fyrri kynslóða í nokkrum löndum. Hrönn og Valgerður lærðu t.d. um hvernig hálmhús voru byggð á Írlandi, reyksána í Finnlandi, torfkirkjur á Íslandi, hvernig ostur var gerður á Grikklandi og langbogi og örvar smíðuð í Danmörku, svo dæmi séu tekin. Aðdragandinn að ferðalögum Hrannar og Valgerðar teygir sig í fornleifarannsókn Steinunnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar