Orðanefnd

Sverrir Vilhelmsson

Orðanefnd

Kaupa Í körfu

Vinnuhópur A í Orðanefnd byggingaverkfræðinga á sínum 687. fundi. Einar B. Pálsson formaður fyrir borðsendanum, en aðrir nefndarmenn á myndinni eru; Bragi Þorsteinsson, Eymundur Runólfsson, Guttormur Þormar, Ólafur Jensson, Páll Flygenring og Sigmundur Freysteinsson. frétt: Verkfræðingar stofnuðu orðanefnd 1919. Kveikjan að henni var erindi, sem Björn Bjarnason málfræðingur, kenndur við Viðvík, flutti á fundi hjá verkfræðingum. Fyrstu orðanefndina skipuðu Sigurður Nordal, Guðmundur Finnbogason og Geir Zoëga, sem var formaður. Nefndin hélt sig ekki aðeins við verkfræðileg efni, heldur starfaði og á öðrum sviðum, eins og sjá má af orðalista úr viðskiptamálinu, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1926. Þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur kom til 1921 vantaði mörg orð til þess að smíða mætti reglugerð um fyrirtækið. Steingrúmur Jónsson rafmagnsstjóri virkjaði orðanefndina til þessa starfs og hafa rafmagnsverkfræðingar haldið merki hennar uppi óslitið síðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar